ÞJÓNUSTA

AÐLÖGUN Á ÍSLANDI

1. HÚSNÆÐISLEIT

LOCAL relocation aðstoðar við leit að húsnæði í samræmi við þarfir starfsmannsins, svo sem að því er varðar sveitarfélag/hverfi/fjölskyldustærð o.fl. LOCAL relocation vekur athygli starfsmannsins á tilteknu húsnæði og fer LOCAL relocation með starfsmanninum til að taka út húsnæðið og velja það sem hentar best.


2. LEIGUSAMNINGUR

LOCAL relocation aðstoðar starfsmanninn við að ganga frá leigusamningi við leigusala, án tillits til þess hvort LOCAL relocation átti þátt í að finna húsnæðið.

LOCAL relocation leitast við að tryggja að leigusamningur sé í samræmi við þarfir starfsmannsins og vinnuveitandans og tryggir með þeim hætti hagsmuni þeirra. LOCAL relocation annast samningaviðræður við leigusalann og önnur samskipti sem síðar kunna að reynast nauðsynleg, til dæmis við lok leigutímabilsins.


3. KYNNISFERÐ

LOCAL relocation býður starfsmanninum og fjölskyldu hans upp á kynnisferð um það nágrenni sem þau hafa valið til búsetu. LOCAL relocation kynnir fyrir starfsmanninum og fjölskyldu hans helstu verslanir, apótek, heilsugæslu og aðra þjónustu sem starfsmaðurinn sækist eftir að fá upplýsingar um. LOCAL relocation hefur jafnframt aðstoðað við að sækja um símanúmer og net hjá fjarskiptafyrirtækjum til að auðvelda aðlögunina.


4. HÚSDÝR

LOCAL relocation getur aðstoðað starfsmanninn við að sækja um heimild til að koma húsdýrum til landsins, svo sem að koma húsdýri í einangrun ef starfsmaðurinn hefur áhuga á að flytja með sér húsdýr.


5. SKÓLAGANGA BARNA

LOCAL relocation finnur út hvaða skóli hentar börnum starfsmannsins og hefur jafnframt samband við viðkomandi skólayfirvöld og gengur frá skráningum. Sama á við hvers kyns sérþarfir/sérkennslu sem barn þarf á að halda svo sem vegna fötlunar.


6. TÓMSTUNDIR / AÐRAR SÉRÞARFIR

LOCAL relocation aðstoðar við skráningu starfsmannsins, maka og/eða barna í þær tómstundir sem óskað er eftir að sækja hér á landi.


LOCAL relocation er í stakk búið að sinna hvers kyns sérþörfum starfsmannsins og fjölskyldu hans til að þau geti á sem skemmstum tíma aðlagast aðstæðum og notið þess að búa á Íslandi.


HEFUR ÞÚ ÁHUGA?

Hefur þú áhuga á að kynna þér þjónustuna enn frekar?Hafa samband
Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband.