ÞJÓNUSTA

DVALAR- OG ATVINNULEYFI

1. DVALAR- OG ATVINNULEYFI FYRIR STARFSMENN

LOCAL relocation annast alfarið samskipti við starfsmanninn í tengslum við umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi. LOCAL relocation gengur frá umsókn fyrir starfsmanninn og veitir honum skýrar leiðbeiningar um hvaða gögn leggja ber fram með umsókn, svo sem hvort áritunar sé þörf, hvers kyns vottorð, hvort frumrit gagna séu nauðsynleg, hvort gögnin þurfi að vera þýdd af löggiltum skjalaþýðanda, hvort þurfi að stimpla þau með sérstökum hætti og/eða leita eftir umsögnum stéttarfélaga. LOCAL relocation sér um að leggja inn umsóknina hjá Útlendingastofnun. LOCAL relocation fylgir umsókninni reglulega eftir hjá Útlendingastofnun sem og Vinnumálastofnun með það að markmiði að tryggja eins skjóta afgreiðslu og kostur er. LOCAL relocation fylgir umsókninni eftir þangað til dvalar- og atvinnuleyfi hefur verið veitt og starfsmaðurinn hefur fengið því til staðfestingar dvalarleyfisskírteini.

MARKMIÐ: Vinnuveitandinn og starfsmaðurinn geta einbeitt sér að verkefnum starfsmannsins án þess að þurfa að velta fyrir sér leyfismálum.


2. DVALARLEYFI FYFIR MAKA OG BÖRN

Samhliða umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi starfsmanns tekur LOCAL relocation að sér að sjá um umsókn um dvalarleyfi fyrir maka starfsmannsins og börn hans ef þau koma með til landsins. LOCAL relocation gengur frá umsókn og óskar eftir þeim gögnum sem leggja þarf inn með umsókn maka og/eða barna. LOCAL relocation fylgir umsóknunum eftir samhliða umsókn starfsmanns.

MARKMIÐ: Fjölskyldan getur flutt samtímis til Íslands.


3. ATVINNULEYFI MAKA

Atvinnuleyfi er aðeins veitt þeim starfsmönnum sem hafa tryggt sér starf hér á landi. LOCAL relocation getur jafnframt aðstoðað maka starfsmannsins við öflun atvinnuleyfis finni maki vinnu þegar hann er fluttur til Íslands. Í einhverjum tilfellum kann jafnframt að vera þörf á að fá viðurkenningu á starfsréttindum og getur LOCAL relocation útbúið tilskilin gögn og komið fram fyrir hönd makans til að greiða fyrir atvinnuleyfinu.

MARKMIÐ: Maki geti jafnframt starfað á Íslandi.


HEFUR ÞÚ ÁHUGA?

Hefur þú áhuga á að kynna þér þjónustuna enn frekar?Hafa samband
Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband.