FYRIRTÆKIÐ

8. janúar 2014

Nýtt ár og spennandi verkefni framundan

LOCAL relocation óskar viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs.

20. mars 2013

LOCAL relocation á Linkedin

LOCAL relocation hefur nú skráð sig á Linkedin, áhugasamir eru endilega hvattir til að fylgja okkur, hér er hlekkur á síðuna: www.linkedin.com/company/local-relocation

12. mars 2013

Tvíburum synjað um dvöl vegna mistaka

Nýsjálenskir tvíburar þurfa að yfirgefa Ísland í byrjun apríl vegna mistaka í umsóknum um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar. Mikilvægt er að skila mikilvægum gögnum við umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi til að tryggja að umsóknin beri árangur.

LOCAL relocation hefur áralanga reynslu við umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi hjá Útlendingastofnun, með sérhæfðu starfsfólki LOCAL relocation tryggjum við fagleg vinnubrögð við flutning erlendra aðila til Íslands.

Hér er hlekkur á fréttina: mbl.is/frettir/innlent/2013/03/12/tviburum_synjad_um_dvol/

10. mars 2013

Lykilleikmaður hjá ÍBV gæti þurft að yfirgefa Ísland

Serbnesk handknattleikskona sem spilar með ÍBV gæti þurft að yfirgefa Ísland á næstunni vegna mistaka hjá ÍBV.

Mikilvægt er fyrir félög og fyrirtæki að hafa þessi mál á hreinu til að koma í veg fyrir öll óþægindi. LOCAL relocation hefur áralanga reynslu við umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi hjá Útlendingastofnun, með sérhæfðu starfsfólki LOCAL relocation tryggjum við fagleg vinnubrögð við flutning erlendra aðila til Íslands.

Hér er hlekkur á fréttina: mbl.is/sport/handbolti/2013/03/10/trunnid_landvistarleyfi_hja_lykilmanni_bv/

20. nóvember 2012

Unnið að gerð nýrrar heimasíðu

Síðastliðnar vikur hafa starfsmenn LOCAL relocation unnið að gerð nýrrar heimasíðu.

Fyrirtækið hefur síðastliðin 2 ár sérhæft sig í að þjónusta íslensk fyrirtæki við innflutning á erlendu vinnuafli aðallega tengd stóriðju.